Uppskriftir
Íslenska rjómatertan – Gamaldags rjómaterta með kokteilávöxtum
Gamaldags rjómaterta með kokteilávöxtum
Íslenska rjómatertan í öllu sínu veldi.
Það er ekki oft sem maður fær orðið ekta flotta rjómatertu en þær eru bara alltaf góðar, það er bara eitthvað svo sérstakt við þær, eitthvað sem við þekkjum.
Auglýsing
Botnar:
4 egg
4 dl flórsykur
1 dl hveit
1 dl kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
Vanilludropar
750 ml rjómi (3 pelar)
Hálfdós kokteilávextir
Egg og sykur þeytt saman þar til blandan er létt og ljós.
Sigtið þá þurrefnin saman við, setjið vanilludropa í og hrærið varlega saman með sleif. Hellið í tvö vel smurð tertumót og bakið við 180°C í 10–15 mínútur.
Þegar botnarnir eru alveg kaldir er vætt í þeim með ávaxtasafanum úr dósinni. Síðan eru 250 ml af rjóma þeyttir vel og ávöxtunum blandað saman við. Þetta er sett ofan á botninn og hinum svo skellt yfir. Þá er restin af rjómanum þeyttur og kakan smurð með rjóma og síðan skreytt, bæði hliðar og toppur. Tilvalið að nota rauðu kokteilberin úr blöndunni til að skreyta – hér gildir að nota ímyndunaraflið. Best að gera kökuna deginum áður.
Hver og einn skreytir svo eins og hann vill en þessi fallega terta var skreytt af henni Margréti Baldursdóttir (Möggu) og var í fermingarveislu núna um daginn.
Ekta gamaldags rjómaterta
3-4 egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl
Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana
1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing).
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.
Höfundur og myndir: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana