Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Buðu upp á gamaldags kjötbúð – Kristján Hallur: „Þetta endaði í hörkubúð….“ – Myndir

Birting:

þann

Buðu upp á gamaldags kjötbúð - Kristján Hallur: "Þetta endaði í hörkubúð...." Hótel og matvælaskólinn

Nemendur í kjötiðn í Hótel og matvælaskólanum buðu upp á girnilegt kjötborð í skólanum nú á dögunum, þar sem nemendur, frá bæði í Hótel og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi, fengu tækifæri á að versla kræsingar fyrir kvöldmatinn.

Níu nemendur eru núna við nám í kjötiðn.

Kristján Hallur Leifsson, Kjötkompaníið og útlitshönnuður kjötborðs

Kristján Hallur Leifsson
Mynd: Jóhannes Geir Númason

„Planið var að tóna búðina aðeins niður og taka gamla tímann, stáldalla, raspvörur, kjötfars osfrv. sem varð að endingu eiginlega of stór.“

Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í samtali við veitingageirinn.is.

Nemendur seldu meðal annars rúmlega 60 daga dryaged naut úr blackangus blendingi.

„Þetta endaði í hörkubúð og svo næsta miðvikudag verður grillbúð.“

Sagði Kristján Hallur.

Með fylgja myndir frá kjötborðinu.

Myndir: aðsendar / Davíð Clausen Pétursson kjötiðnaðarnemi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið