Markaðurinn
Ofnbökuð ommiletta
Þetta er einföld og sniðug uppskrift sem sniðugt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat.
Það er hægt að leika sér með innihaldið sem þú setur í bökuna þína, þú skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða einfaldlega sleppir því. Fljótlegt og einfalt.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
1 tortilla kaka
2 egg
100 g kotasæla
paprika eftir smekk
vorlaukur eftir smekk
salt, pipar og hvítlauksduft
Þú setur tortillu köku í skál sem má fara í ofn og það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina.
Þú setur tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndar skál úr henni, setur svo tvö egg ofan í ásamt 100 g af kotasælu og hrærir saman.
Skerð niður grænmeti og setur út í, td papriku og vorlauk. Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.
Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata