Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði
![Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2023/12/sesam1.jpg)
F.v. Árni Már Valmundarson Viðskiptastjóri Lostæti Austurlyst, Valmundur Pétur Árnason Framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Valur Þórsson Yfirbakarameistari Sesam Brauðhúss / Baker family ehf, Elísabet Sveinsdóttir Baker family ehf, Gregorz Zielke Baker family ehf, Þórey Sveinsdóttir Baker family ehf
Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.
Handverksbakaríið Sesam Brauðhús var opnað í október árið 2011 og hefur Valur Þórsson verið yfirbakarameistari bakarísins frá opnun þess. Í Sesam Brauðhúsi hefur verið lögð áhersla á gæða handverk á öllum framleiðsluvörum bakarísins og unnið með fyrsta flokks hráefni frá fyrsta degi.
Í gegnum árin hafa vörur frá Sesam Brauðhúsi verið á boðstólnum víða um land og þá sérstaklega á Austurlandi.
Lostæti Austurlyst er stærsta veitingaþjónusta í Fjarðabyggð og sinnir meðal annars alhliða veitingaþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál og fjölmörg önnur fyrirtæki á svæðinu og svo verður áfram. Eigandi Lostæti Austurlystar ehf. er Valmundur Pétur Árnason, matreiðslumeistari.
Fráfarandi eigendur og stjórnendur Sesam Brauðhúss þakka þeim þúsundum viðskiptavina sem hafa átt viðskipti við bakaríið öll þessi ár og óska á sama tíma nýjum rekstraraðilum bakarísins til hamingju með áfangann með von um bjarta framtíð.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu