Uppskriftir
Klassískt heitt rúllubrauð
Heitt rúllutertubrauð með skinku og aspas. Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð.
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.
1 rúllutertubrauð
1 dós sveppaostur
½ dós aspas
250 gr skinka
2 eggjahvítur þeyttar
2 msk majones
rifinn ostur
- Velgið sveppaostinn og þynnið með aspassafanum, kælið blönduna
- Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn.
- Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp.
- látið samskeytin snúa niður…
…smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir og bakið brauðið í 15 mín við 180°C.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

-
Keppni11 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata