Markaðurinn
Veitinga- og gistiþjónusta – Tækifæri í Grundarfirði – Fasteign og rekstur
Fyrirtækjasala Íslands hefur til sölumeðferðar Kaffi 59 á Grundargötu í Grundarfirði, sem er veitingarekstur – bistro bar. Til sölu er fasteignin ásamt veitingarekstrinum saman. Frábært tækifæri fyrir þá sem huga að gistiheimilarekstri, með eða án veitingareksturs.
Kaffi 59 er hefur þjónað heimamönnum og ferðalöngum frá því snemma á öldinni og við góðan orðstýr. Kaffi 59 er í hjarta Grundarfjarðarbæjar við aðalgötu bæjarins, í eigin húsnæði, betra verður það varla.
Staðurinn er og hefur verið vinsæll og býður uppá virkilega góðan matseðil sem er “lifandi”, þ.e. breytingar reglulega, allt frá kjötbollum, fiskrétti, lambalæri og girnilegar pizzur, og ekki gleyma uppákomum eins og fjölbreyttum hlaðborðum, DJ og pöbba stemning á tillidögum, um kvöld og helgum, óneytanlega myndar mjög góða heimastemningu.
Staðurinn býður einnig uppá íþróttaviðburði s.s. fótbolta til að horfa á við góðan mat og drykk.
Mikil tækifæri felast í því að bæta við gistiálmu fyrir gistirými, og þannig tengja saman mat og gistingu. Snæfellsnesið er eitt sterkasta svæði landsins þegar kemur að ferðamennsku og því fyrirsjáanlegt að svæðið haldi áfram að vera sterkt með landið sterkt sem áfangastað.
Húsnæðið í dag telur um 230 m2 að stærð, 80-90 manns í tveim sölum. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað og malbikað plan fyrir framan fyrir gesti.
Nánari upplýsingar fást hjá Björgvin í s. 773 4500 eða senda á netfangið [email protected] og Óskar í s. 773 4700 eða senda á netfangið [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum