Markaðurinn
Myndir – Fjölmennur hópur nýsveina tók við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica
Tvöhundruð og fjörutíu nýsveinar úr þrettán iðngreinum útskrifuðust við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær, 19. september. Þessi hópur var úr Byggiðn, VM, MATVÍS og FIT.
Aldrei hafa fleiri nýsveinar fengið sveinsbréfin sín á einu bretti. Útskriftarhópurinn var úr eftirfarandi iðngreinum:
- bakaraiðn
- framreiðslu
- kjötiðn
- matreiðslu
- bifreiðasmíði
- blikksmíði
- stálsmíði
- veiðafæratækni
- húsasmíði
- húsgagnasmíði
- málaraiðn
- múraraiðn
- pípulögnum
Sveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær, að því er fram kemur á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.
Sveinsbréf verða afhent á Akureyri í október en þar munu nýsveinar í framreiðslugreinum og byggingar- og málmgreinum útskrifast. Einnig verður haldin útskriftarhátíð nýsveina í Reykjavík í nóvember.
Myndir frá útskriftinni er hægt að skoða á vef matvis.is með því að smella hér.
Mynd: matvis.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars