Markaðurinn
Myndir – Fjölmennur hópur nýsveina tók við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica
Tvöhundruð og fjörutíu nýsveinar úr þrettán iðngreinum útskrifuðust við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær, 19. september. Þessi hópur var úr Byggiðn, VM, MATVÍS og FIT.
Aldrei hafa fleiri nýsveinar fengið sveinsbréfin sín á einu bretti. Útskriftarhópurinn var úr eftirfarandi iðngreinum:
- bakaraiðn
- framreiðslu
- kjötiðn
- matreiðslu
- bifreiðasmíði
- blikksmíði
- stálsmíði
- veiðafæratækni
- húsasmíði
- húsgagnasmíði
- málaraiðn
- múraraiðn
- pípulögnum
Sveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær, að því er fram kemur á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.
Sveinsbréf verða afhent á Akureyri í október en þar munu nýsveinar í framreiðslugreinum og byggingar- og málmgreinum útskrifast. Einnig verður haldin útskriftarhátíð nýsveina í Reykjavík í nóvember.
Myndir frá útskriftinni er hægt að skoða á vef matvis.is með því að smella hér.
Mynd: matvis.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð