Markaðurinn
Nýjar kökublöndur og kynningartilboð frá IREKS hjá Danól
IREKS MOIST CAKE og IREKS MOIST CAKE CHOCO eru tvær nýjar tegundir af kökublöndu frá IREKS sem gefa sérlega bragðgóðar og mjúkar kökur sem halda sér lengi og henta bæði vel til að frysta og kæla.
Það er einfalt að vinna með IREKS MOIST CAKE kökublöndurnar, þær eru afar stabílar og passa í allar stærðir kökuforma. Ljósa kakan er með góðu bragði af vanillu og dökka kakan er með ríkulegu og ljúffengu bragði af súkkulaði. IREKS MOIST CAKE kökublandan er fullkominn grunnur til að bæta við bragðefnum eða öðru til íblöndunar og skapa þína eigin gómsætu köku. Fái kakan að standa í forminu í klukkutíma fyrir bakstur næst fullkomlega slétt yfirborð.
Á meðan birgðir endast fylgir stórt álform með ef keyptir eru tveir pokar af IREKS MOIST CAKE kökublöndu. Endilega hafið samband við ykkar sölumann eða sendið póst á sala@danol.is til að nýta ykkur tilboðið eða heyra meira um vöruna.
Hægt er að kynna sér vöruna og uppskriftir hér.
Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars