Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvernig munu matvæli framtíðarinnar líta út? – „Prufaðu æðislega pöddu samloku“
Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar.
Alls bárust yfir 50 stórglæsilegar myndir í keppnina frá grunnskólum víðsvegar að af landinu. Myndirnar voru hengdar upp innan veggja Matís og gáfust starfsfólki og gestum færi á að kjósa sína uppáhalds mynd.
Þrjár myndir báru sigur úr bítum og var til mikils að vinna.
Í fyrstu verðlaun var Nintendo Switch Light tölva, í önnur verðlaun var 15 þúsund kr. gjafabréf í Smáralind og í þriðju verðlaun var 10 þúsund kr. gjafabréf í Spilavini.
Hér má sjá þrjú efstu sætin í myndasamkeppninni:
- 1. sæti Saga Vogaskóli
- 2. sæti Íris Vogaskóli
- 3. sæti Viktoría Höfðaskóli
Sigurmyndin hefur verið send til Þýskalands þar sem hún verður sýnd á lokaráðstefnu verkefnisins NextGenProteins, ásamt sigurmyndum annarra þjóða sem taka þátt í verkefninu.
Myndir: matis.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný