Frétt
Umræða um að banna sölu á lunda – Bannið myndi ná yfir kjöt og ham – Villibráðarveislur gætu fengið undanþágu
Nú fer fram vinna við stjórnunar- og verndaráætlun lunda. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og hagsmunaaðila.
Í febrúar 2023 komu hagsmunaaðilar saman í tveggja daga vinnustofu sem leidd var af Dr Fred Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og líkanagerð.
Veiðibann kom til umræðu en slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Mögulegar breytingar á reglugerð
Eins fram kemur í skýrslu frá Umhverfisstofnun stendur stofnstærð íslenska lundans ekki undir veiðum og þar sem meirihluti veiða er háfaveiði fyrir veitingastaði og verslanir lögðu þátttakendur vinnufundarins til að bann yrði lagt á sölu lunda.
Bannið myndi ná yfir kjöt og ham, bæði fyrir innanlandsneyslu og til útflutnings. Slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Þátttakendur vinnufundarins voru sammála um að mögulega gæti komið til tilslakana frá banni í sérstökum tilvikum.
Til dæmis gæti verið undanþága fyrir villibráðarveislur ef leyfi væru gefin út og þeim framfylgt. Verið er að vinna að ítarlegri rökstuðningi fyrir banni við sölu á lunda. Til viðbótar við sölubann væri möguleiki á að skoða takmarkanir á skotveiðitímabili.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill