Markaðurinn
Viltu verða Hlemmari?
Hlemmur Mathöll leitar nú að metnaðarfullu veitingafólki sem vill opna veitingastað í rými sem er að losna á Hlemmi Mathöll.
Hlemmur Mathöll er einstakur staður þar sem kraumar fjölbreytt mannlíf og frábær matur. Bæði ferðamenn og Íslendingar elska þessa gömlu strætóstoppistöð sem varð upphafið að mathallabyltingunni, en Hlemmur Mathöll opnaði árið 2017 og er elsta mathöll landsins.
Það er ekki oft sem pláss á Hlemmi Mathöll býðst svo um er að ræða sérlega gott tækifæri.
Í samtali við forsvarsmenn Hlemms Mathallar um hvers konar stað þau óska eftir segja þau:
„Nú viljum við auka við matarframboð okkar á Hlemmi, koma inn með eitthvað geggjað sem eykur fjölbreytnina og fær bragðlaukana til að dansa!“
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






