Vertu memm

Uppskriftir

Heimagerð kæfa

Birting:

þann

Heimagerð kæfa með sýrðum lauk

Kæfa

  • 2 kg fitumikið lambakjöt (40% lambafita)
  • Salt
  • Pipar
  • 500 gr laukur
  • 1 tsk allrahanda, steytt

Aðferð

  1. Kjötið er sett í pott ásamt vatni
  2. Hitað að suðu
  3. Fleytt froðu ofan af
  4. Sjóðið varlega í 2 klukkutíma
  5. Helmingnum af söxuðum lauk bætt við soðið
  6. Soðið í 1 klukkutíma í viðbót
  7. Sigtað en geymt soðið
  8. Hinn helmingurinn af lauknum er saxaður smátt
  9. Setur kjötið og laukinn í gegnum hakkavél
  10. Smakkað til með allrahanda, salti og pipar
  11. Hægt er að bæta smá soði við ef þú vilt hafa hana mjúka
  12. Sett í form og kælt

Veisluþjónusta

Sýrður laukur

  • 100 gr shallot laukur
  • 2 dl eplaedik
  • 200 gr flórsykur

Aðferð

  1. Skerð shallot laukinn í sneiðar
  2. Setur hann í pott og svitar hann
  3. Bætir edikinu og flórsykrinum við
  4. Sýður þangað til hann er orðinn meir og súrsætur

Borið fram á rúgbrauði, sjá uppskrift hér.

Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið