Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nings lækkar verð á öllum núðlu og hrísgrjónaréttum

Birting:

þann

Nings Suðurlandsbraut

Ein forsenda nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er að fyrirtækin haldi aftur af verðhækkunum í þágu stöðugleika.

Fjöldi fyrirtækja hafa lýst því yfir að þau hyggist styrkja markmið nýrra kjarasamninga um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt, með því að lækka verð eða hætta við verðhækkanir sem höfðu verið boðaðar.

Að gefnu tilefni hafa veitingahús Nings ákveðið að lækka verð á öllum núðlu og hrísgrjónaréttum um allt að 10% og halda öðrum verðum óbreyttum.

Með þessari ákvörðun vill Nings leggja sitt af mörkum og styðja við þær aðgerðir sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa tekið saman höndum um til að efla efnahagslegan stöðugleika og stöðva vítahring verðbólgunnar.

Það er von okkar að þessar aðgerðir muni koma viðskiptavinum okkar vel og er okkar innlegg í átt að betra Íslandi

, segir í fréttatilkynningu frá Nings.

 

Mynd: nings.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið