Vertu memm

Frétt

Grænmetisneysla jókst fimmtánfalt

Birting:

þann

Grænmeti - Steikt - Maís - Rauðlaukur - Spergilkál - Broccoli - Belgbaunir - Paprika

Breytt framsetning á grænmeti og fræðsla urðu til þess að grænmetisneysla í Rimaskóla jókst um 1.439 %. Það var Stella Björk Fjelsted, nemandi við Háskóla Íslands, sem komst að þessari niðurstöðu í heilsueflingarverkefni sem hún stóð fyrir í skólanum.

Agúrkur vinsælastar

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í verkefninu fólst að vigta allt grænmeti sem borið var fram í eina viku til að sjá hversu mikið börnin borðuðu. Næst fór Stella Björk og kynnti fæðuhringinn og mikilvægi grænmetisneyslu fyrir heilsu barna, í bekkjum skólans. Börnin voru líka hvött til að fá sér grænmeti og vera óhrædd við að smakka nýjar tegundir.

Þar á eftir var allt grænmeti skorið í stærri bita í mötuneyti skólans og því ekki blandað saman. Í seinni mælingunni kom í ljós að neysla grænmetis á milli þessara tveggja vikna jókst úr rúmum þremur kílóum í nærri 47 kíló.

Agúrkur voru vinsælasta grænmetið en einnig var mikil aukning í neyslu á papriku, aðallega rauðri. Agúrkur eru reyndar formlega taldar til ávaxta, en í daglegu máli eru gjarnan flokkaðar með grænmeti.

„Í seinni mælingunni kom í ljós að neysla grænmetis á milli þessara tveggja vikna jókst úr rúmum þremur kílóum í nærri 47 kíló.“

Kristján Magnússon er matreiðslumeistari skólans.

Rimaskóli í Grafarvogi er heilsueflandi grunnskóli með um 505 nemendur frá fyrsta upp í tíunda bekk. Verkefnið Heilsueflandi grunnskóli er á vegum Embætti landlæknis og felur í sér að styðja skóla í því að vinna að heilsueflingu í starfi sínu og skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan bæði nemenda og starfsfólks.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið