Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gistirými tvöfaldast við stækkun hótels
Gistirými Hótels Vestmannaeyja tvöfaldast við stækkun þess. Framkvæmdir standa sem hæst við nýbyggingu sem stefnt er að því að verði opnuð í maí.
Úr 21 herbergi í 43
Stækkun hótelsins hófst fyrir rúmu ári. Þá var um ár liðið frá því að hjónin Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason tóku við rekstri Hótels Vestmannaeyja. Fljótlega sáu þau að þörf var á fleiri herbergjum en þau verða 43 eftir stækkunina, rúmlega tvöfalt fleiri en í dag. Með tilkomu lyftu verður aðgengi betra en áður.
Gestir umburðarlyndir vegna hávaða
Iðnaðarmenn vinna sig upp hæðirnar fjórar og eru fyrstu tvær langt komnar. Adda Jóhanna segir að það geti verið erfitt að reka hótel og byggja við það á sama tíma.
En gestirnir hafa verið mjög þægilegir og umburðarlyndir gagnvart ýmsum hljóðum. Þetta hefur gengið vel.
, sagði Adda Jóhanna í samtali við fréttastofu RÚV.
Mynd: af facebook síðu Hótels Vestmannaeyja.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






