Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hákon Bragi eldaði fyrir 10 Michelin kokka

Birting:

þann

Hákon Bragi eldaði fyrir 10 Michelin kokka

Hákon Bragi (Standandi lengst til hægri) kynnir matseðilinn fyrir Michelin kokkunum

„Spennandi dagur í vinnunni, samankomnir 10 Michelin kokkar frá Belgíu og Hollandi í matarferð um Tröndelag og virkilega gaman að þeir skildu koma til okkar á Fæby til að kynnast okkar matar og bjór samsetningum.“

Skrifar Hákon Bragi Valgeirsson á facebook, en hann er yfirmatreiðslumaður Fæby í Noregi og jafnramt meðeigandi.

Veitingastaðurinn Fæby er staðsettur í bænum Verdalsøra í Noregi, en Fæby-sveitabýlið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1843.

Veisluþjónusta - Banner

Michelin kokkarnir fengu 5 rétta máltíð og bjór að hætti Fæby og flest allt hráefni kom úr héraði, en Fæby leggur mikla áherslu á staðbundið hráefni.

Matseðillinn

Hákon Bragi eldaði fyrir 10 Michelin kokka

Veitingastaðirnir sem Michelin kokkarnir starfa hjá eru The Jane, Meliefste, Pure C, Oesteri J, BOURY en samtals eru þessir veitingastaðir með 12 Michelin stjörnur.

„Engu að síður flottur dagur fyrir okkar starfsfólk og þessir heiðurspiltar virtust bara vera nokkuð sáttir.“

Skrifar Hákon Bragi að lokum á facebook.

Hákon Bragi eldaði fyrir 10 Michelin kokka

Hákon lærði fræðin sín á Grand Hótel í Reykjavík, útskrifaðist árið 2000 og frá meistaraskólanum árið 2002. Hákon var yfirkokkur á Grand Hótel á árunum 2002 – 2005.

Hákon flutti til Noregs árið 2005 og hefur starfað t.a.m. á Radisson Blu Royal Garden Hótelinu í Trondheim, veitingastaðnum Backlund, Stiklestad Hótelinu og síðast á veitingastaðnum Skalden í bænum Verdalsøra, áður en hann hóf störf á Fæby.

Á Fæby er farin frekar óhefðbundin leið í matseðlagerð, en bjórinn er fyrst bruggaður og réttirnir eru síðan paraðir við bjórinn. Fæby brugghúsið framleiðir nokkrar tegundir af bjórum.

Heimasíða Fæby: www.faeby.no

Myndir: facebook / Fæby

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið