Keppni
Íslandsmót í kaffigreinum falla niður vegna ónógrar þátttöku
Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð falla sjálfkrafa niður í ár. Dræm þátttaka varð til þess að ekki náðist upp í lágmarksfjölda keppenda, 8 manns, sem reglur félagsins segja til um. Þrír skráðu sig á Íslandsmót kaffibarþjóna en einungis einn í kaffigerð. Þetta verður í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland mun ekki senda frá sér meistara á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna.
Stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) hefur ákveðið að halda hið árlega málþing sitt á Kaffihátíð í Hörpu sem haldin verður dagana 21. og 22. febrúar. Stefnt verður að því að gera umfangið meira en fyrri ár, m.a. með því að teygja málþingið yfir á tvo daga í stað eins, og hafa vinnusmiðjur í bland við fyrirlestrana.
Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða birtar von bráðar á vef Kaffibarþjónafélagi Íslands.
Mynd: Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný