Frétt
Tugi tonna af úkraínsku kjúklingakjöti flutt hingað til lands og pakkað í umbúðir hjá íslenskri kjötvinnslu
Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu á síðasta ári og finnast nú í verslunum, meðal annars pakkað í umbúðir frá íslenskri kjötvinnslu, að því er fram kemur í Bændablaðinu.
Áhyggjur sem bændur viðruðu vegna fyrirvaralausrar einhliða tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum virðast því ekki hafa verið úr lausu lofti gripnar.
Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Meginmarkmið frumvarpsins var að Ísland sýndi stuðning sinn við Úkraínu í verki með því að greiða fyrir viðskiptum til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að lögin gætu leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli, sem gæti haft neikvæð áhrif á verð og framboð íslenskra landbúnaðarvara. Segir enn fremur:
„Ekki er talið líklegt að flutt verði inn kjúklingakjöt eða egg þar sem flutningsvegalengd er mikil.“
Fjalla er nánar um málið á vef bbl.is hér.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana