Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sykursalur opnar í Grósku – Glæsilegur veislu- og viðburðasalur í hjarta Vatnsmýrarinnar
Sykursalur hefur verið tekinn formlega í notkun í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Sykursalur er einkar glæsilegur veislu- og viðburðasalur sem rúmar 200 manns.
Gróska er í hjarta Vatnsmýrarinnar og var engu til sparað við að gera veislusalinn veglegan. Salurinn var smekklega hannaður af HAF Studio og í honum er fyrsta flokks ljósabúnaður, hljóðkerfi, svið, skjávarpi og sýningartjald.
Í salnum stendur til að halda uppistand, tónleika og ýmsar skemmtanir, en á dögunum frumsýndi Dóri DNA nýja uppistandssýningu í salnum. Þá stendur fólki til boða að leigja salinn undir hvers kyns veislur og viðburði, svo sem afmæli, brúðkaup, fermingar, árshátíðir og fleira.
Sykursalur er beint við hliðina á VERU mathöll sem opnaði í ágúst á síðastliðnu ár. Þar starfa átta veitingastaðir og eru þeir í nánu samstarfi við Sykursalinn og sjá um veitingar fyrir veislur salarins.
Það er einstaklega gaman að Sykursalur sé loksins orðinn að veruleika.
Ég hef skemmt á ansi mörgum stöðum í gegnum tíðina og hef því sterkar skoðanir á því hvaða kosti alvöru salur þarf að hafa. Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna á Sykursalnum.
Það er mikil vöntun á góðum sal af þessari stærð miðsvæðis í Reykjavík. Það sést best á því að fólk þarf að bóka sali fyrir brúðkaup, fermingar, afmæli og árshátíðir jafnvel eitt eða tvö ár fram í tímann.
Gróska er glæsilegt hús og staðsetningin í Vatnsmýri er virkilega spennandi. Vera mathöll hefur farið mjög vel af stað og við höfum háleit markmið fyrir Sykursalinn. Vera og Sykursalur munu svo koma til með að vinna vel saman. Það er til að mynda afar þægilegt fyrir fólk að panta veitingar fyrir veislur frá einhverjum af þeim frábæru stöðum sem starfa í mathöllinni.
Segir Björn Bragi Arnarsson, eigandi Sykursalar.
Nánari upplýsingar um Sykursal er hægt að lesa á vefslóðinni www.sykursalur.is
Myndir: aðsendar

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025