Uppskriftir
Hreindýrahryggur með rauðvínssósu
Fyrir 6
2 kg. hreindýrshryggur
1 ½ tsk. salt
2 tsk mild paprika
150 gr. reykt flesk (þunnt skorið)
10 st negulnaglar
1 msk matarolía
3 msk smjör
1 bolli grænmetissoð
½ fl. rauðvín
50 gr. rjómaostur
Svartur pipar.
Þurrkið kjötið með klút.
Leggið fleskþynnurnar yfir hrygginn og festið þær með negulnöglunum.
Hitið olíuna og 2 nisk. af smjöri í eldföstu fati, leggið hrygginn í og setjið inn í vel heitan ofn í 25 mín. Takið fleskskífurnar af, hellið grænmetissoðinu ásamt 1-2 glösum af rauðvíni og steikið áfram þar til kjötsafinn er Ijósrauður þegar stungið er í steikina.
Takið hrygginn úr ofninum, hellið soðinu af, hreinsið allan sora og fitu úr soðinu. Bætið rauðvíni í soðið og sjóðið smá stund. Hrærið rjómaostinn útí og mýkið sósuna með 1 msk af smjöri.
Skerið hrygginn frá beini og stráið svörtum pipar yfir. Borið fram með kartöflum og rauðvínssósunni.
Uppskrift: Tíminn – Árið 1983
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag