Vertu memm

Markaðurinn

Innnes og Vínnes sameinast

Birting:

þann

Systurfélögin Innnes ehf. og Vínnes ehf. hafa verið sameinuð undir nafni Innnes

Systurfélögin Innnes ehf. og Vínnes ehf. hafa verið sameinuð undir nafni Innnes frá og með 1. október.

Innnes, sem nýlega tók í notkun fullkomnasta vöruhús landsins, hefur um árabil verið leiðandi heildsala á Íslandi.  Í vöruflóru fyrirtækisins má finna mörg heimsþekkt vörumerki sem eru Íslendingum að góðu kunn eins og Heinz, Filippo Berio, Anthon Berg, Extra, Milka, Oreo, Philadelphia, Oatly og Ritz svo sitthvað sé nefnt.

Vínnes hefur vaxið hratt undanfarin ár og er fyrirtækið orðið einn stærsti áfengisheildsali landsins. Í vöruflóru Vínnes má einnig finna heimsleiðandi vörmerki sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Þar má nefna vörumerki eins og Stella Artois, Corona, The Macallan, Rémy Martin, Cointreau, Jim Beam, Stroh, Muga, Cune, Saint Clair og Pol Roger Champagne.

Áætlað er að sameinað félag verði með um 15 milljarða í ársveltu og yfir 200 starfsmenn.

„Með sameiningu Innnes og Vínnes undir nafni Innnes hefur orðið til ein áhugaverðasta og sterkasta heildsala landsins.  Sameinað félag undir nafni Innnes er í senn gríðarlega öflugt og í einstakri stöðu til að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins í þægindaverslunum, stórmörkuðum, á hótelum, veitingastöðum og mötuneytum um allt land.

Dýpt og breidd sameinaðs vöruúrvals og sameinaðir kraftar í sölu- og markaðsstarfi ásamt nýju hátæknivæddu vöruhúsi gefa okkur kost á að veita viðskiptavinum okkar heildarlausn hvort sem það kemur að áfengi, kaffi eða matvöru,“

segja Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes og Birkir Ívar Guðmundsson aðstoðarforstjóri Innnes í sameiginlegri tilkynningu.

Sameiningin hefur engin áhrif á viðskiptavini Innnes eða Vínnes. Starfsfólk Innnes mun áfram leggja höfuðáherslu á þjónustulipurð, góð persónuleg samskipti og nákvæma afgreiðslu pantana.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið