Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona leit fyrsta jólahlaðborðið út á Hótel Ísafirði árið 1988
Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslumeistari birti nú fyrir skömmu á facebook myndir af fyrsta jólahlaðborði á Hótel Ísafirði um árið 1988.
Við fjölskyldan fluttum vestur í byrjun september árið 1988 og ég hóf störf á Hótel Ísafirði. Það var síðan í desember sem ákveðið var að hafa jólahlaðborð sem voru að verða vinsæl í Reykjavík. Það voru allir að gefast upp á rúsínuáti í starfsmannaglöggi, þær fóru svo illa í hausinn á mönnum daginn eftir.
, sagði Þráinn hress aðspurður um hvers vegna að bjóða upp á jólahlaðborð en ekki hið vinsæla jólaglögg.
Þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara, auglýsing sett í bæjarblaðið Bæjarins Besta á miðvikudegi og svo var beðið eftir pöntunum. Það týndust nokkrir inn, tæplega 40 manns. Árið eftir voru haldin tvö jólahlaðborð og mig minnir að það hafi verið ca. 40 manns á hvoru.
Það var síðan árið 1990 sem töluverð aukning varð og mættu ca. 200 manns á jólahlaðborðið og svo jókst þetta koll af kolli og náði um 800-900 manns á 6-8 hlaðborðum, en það fór allt eftir því hvað margar helgar náðust á aðventunni.
….sagði Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslumeistari og eigandi Muurikka að lokum í samtali við veitingageirinn.is.
Myndir úr safni Þorsteins og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays













