Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brugghúsið RVK Brewing flytur – Bruggstofan á Snorrabraut lokar

Húsnæðið við Skipholt 33, einnig þekkt sem Vinabær var sett á sölu í apríl 2021. Ásett verð var 290 milljónir króna en húsnæðið er alls 770 fermetrar. Eigendur húnæðisins í dag eru Lumex-feðgar.
Það er nóg um að vera þessa dagana hjá brugghúsinu RVK Brewing Co sem staðsett er við Skipholt 31, en á næstu vikum mun fyrirtækið koma sér fyrir í anddyri Tónabíós þar sem síðast var Vinabær, með stærri og veglegri bruggstofu og bjórbúð með ferskum nýjum dósum í alfaraleið.
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á húsnæðinu, en það var keypt fyrr á þessu ári af þeim Lumex-feðgum:
„Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“
Sagði Ingi Már Helgason, einn nýrra eigenda húsnæðisins í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í mars s.l:
Við þessi tímamót mun Bruggstofan á Snorrabraut loka og er síðasti opnunardagurinn þar á morgun föstudagskvöldið 23. september þar sem allt á seljast undir dúndrandi múík frá DJ Æpíei.
Bruggstofan við Snorrabraut opnaði formlega í fyrra 16. júlí.
Sjá einnig: Stór dagur í dag hjá Bruggstofunni
“Gamla” bruggstofan í Skipholti verður opin þangað til Tónabíó opnar.
Mynd: facebook / RVK Brewing
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





