Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brugghúsið RVK Brewing flytur – Bruggstofan á Snorrabraut lokar
Það er nóg um að vera þessa dagana hjá brugghúsinu RVK Brewing Co sem staðsett er við Skipholt 31, en á næstu vikum mun fyrirtækið koma sér fyrir í anddyri Tónabíós þar sem síðast var Vinabær, með stærri og veglegri bruggstofu og bjórbúð með ferskum nýjum dósum í alfaraleið.
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á húsnæðinu, en það var keypt fyrr á þessu ári af þeim Lumex-feðgum:
„Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“
Sagði Ingi Már Helgason, einn nýrra eigenda húsnæðisins í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í mars s.l:
Við þessi tímamót mun Bruggstofan á Snorrabraut loka og er síðasti opnunardagurinn þar á morgun föstudagskvöldið 23. september þar sem allt á seljast undir dúndrandi múík frá DJ Æpíei.
Bruggstofan við Snorrabraut opnaði formlega í fyrra 16. júlí.
Sjá einnig: Stór dagur í dag hjá Bruggstofunni
“Gamla” bruggstofan í Skipholti verður opin þangað til Tónabíó opnar.
Mynd: facebook / RVK Brewing
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi