Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rekstraraðilar Sjálands í kröppum dansi
Landsréttur hefur snúið við þeirri ákvörðun Héraðsdóms að Arnarnesvegur ehf, eigandi fasteignar við Ránargrund 4 í Garðabæ, sé heimilt að bera Gourmet ehf, rekstrarfélag veitingastaðarins Sjálands sem starfræktur er í húsnæðinu, út vegna vangoldinnar leigu, að því er fram kemur á dv.is.
Í dómnum (sem hægt er að lesa hér) kemur fram að rekstraraðili staðarins hafi glímt við rekstraerfiðleika sökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki hafi verið hægt að nota veislusal húsnæðisins um langt skeið og vegna takmarkanna hafi rekstrartekjur staðarins lækkað um allt að 90% frá september 2020.
Óskað hafi verið eftir helmingsafslætti af húsaleigunni fjóra síðustu mánuði ársins 2020 en á það var ekki fallist. Að endingu var komist að samkomulagi um greiðslu þessara mánaða og að endingu voru allir mánuðirnir greiddir nema desember 2020.
Nánari umfjöllun um málið er hægt að lesa á dv.is hér.
Mynd: sjaland210.is

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards