Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í dag klukkan 18:00 að íslenskum tíma – Bein útsending
Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) í dag. Keppnin er haldin í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center. Keppnin hefst klukkan frá 18:00 á íslenskum tíma.
13 þjóðir keppa í dag og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt, sjá meðlimi íslenska landsliðsins hér.
Þær þjóðir sem keppa eru:
Ástralía
Ameríka
Brasíl
Kanada
Frakkland
Þýskaland
Bretland
Ísland
Ítalía
Írland
Nýja Sjáland
Portúgal
Wales
Allar þjóðir fá ½ naut, ½ svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga til að vinna með. Liðin vinna þessa skrokka á 3 og hálfum tíma til að búa til fjölbreyttar vörur, girnilegar vörur og auðvitað góðar vörur.
Dómararnir dæma samvinnuna, vinnubrögðin, hreinlæti, nýtingu og frumlegheit. Þemað hjá landsliðinu er Eldgosið í Meradölum.
„Við erum sannfærðir um að við séum flottir og samkeppnishæfir á þessu heimsmeistaramóti.“
sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og einn af stofnendum landsliðsins í samtali við veitingageirinn.is. Jóhannes er með í för sem sérlegur aðstoðarmaður landsliðsins.
Bein útsending
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð