Markaðurinn
Hinn nýi og glæsilegi Akur veitingastaður er með alvöru eldhúsgræjur frá Bako Ísberg
Akur veitingastaður opnaði nú á dögunum með stæl og má með sanni segja að hann sé einn af smörtustu stöðum landsins. Staðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.
Staðurinn einbeitir sér að franskri matargerð með norrænu ívafi og býður upp á gríðargóðan og fjölbreyttan matseðil. Staðurinn er einnig með fjölbreytt úrval léttvína auk þess sem kokteilar staðarins hafa slegið í gegn hjá gestum staðarins.
Eldhúsið er frá Bako Ísberg
Hjarta veitingastaða er alltaf sjálft eldhúsið og er það ekki af verri endanum hjá Akri, en þar er það Rollsinn sjálfur Rational sem er hjarta eldhússins en þar nota matreiðslumennirnir iCombi Pro ofna og iVario Pro pönnu frá Rational.
Til að grilla nota menn Josper grill frá Katalóníu, en allt þetta kemur frá Bako Ísberg og þar að auki eru allar stálinnréttingarnar og kæliklefarnir frá Bako Ísberg en innréttingarnar eru frá Novameta og kæliklefarnir frá Viessmann.
Uppþvotturinn er auðvitað mikilvægur en lausnirnar þar eru einnig frá Bako Ísberg.
Bako Ísberg óskar eigendum og starfsfólki Akurs innilega til hamingju með flottan og vel heppnaðan veitingastað.
Nánar á www.akur-restaurant.is
Upplýsingar og tilboð í stóreldhústæki og innréttingar frá Bako Ísberg má nálgast á [email protected] eða í síma 595 6200.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum