Vertu memm

Markaðurinn

Rekstrarland verður Stórkaup

Birting:

þann

Stórkaup - Logo

Stórkaup mun frá og með 2. maí  taka við öllum helstu vöruflokkum Rekstrarlands og fyrirtækjasviðs Olís (rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisvörur). Við hugsum stórt og með þessari yfirfærslu ætlum við að einbeita okkur að því að vera traustur samstarfsaðili stórnotenda. Við munum bjóða upp á gæðavörur á samkeppnishæfu verði, góða þjónustu og áreiðanleika í vöruframboði og afhendingum. Helstu viðskiptavinir okkar eru t.d. framleiðendur, sjávarútvegur, mötuneyti, veitingahús, ferðaþjónustuaðilar og heilbrigðisstofnanir, ásamt öðrum almennum rekstraraðilum.

Stærri einingar

Við munum ekki starfrækja smávöruverslun, heldur einbeita okkur að stærri einingum og sérhæfðum búnaði. Til að byrja með munum við bjóða upp á ýmsar rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisvörur, að mestu leyti sömu vörur frá sömu birgjum og verið hefur og með sömu vörunúmerunum sem viðskiptavinir eru vanir að panta eftir. Fleiri vöruflokkar munu bætast við þegar fram líða stundir.

Stórgóð netverslun

Við leggjum áherslu á góða þjónustu og framúrskarandi stafrænar lausnir. Netverslunin okkar er einföld í notkun og þar ættir þú að geta fundið allt sem þarf fyrir daglegan rekstur þíns vinnustaðar. Þar er einnig alltaf hægt að fá góð ráð hjá sérfræðingunum okkar í söludeildinni.

Skráning auðveldar innkaup

Í netversluninni verður hægt að skoða allar vörur, en þegar þú skráir þig inn opnast fleiri möguleikar sem spara þér tíma og auðvelda innkaupin. Innskráðir notendur geta verslað vörur í vefversluninni, fengið yfirlit yfir pantanir og reikninga, búið til innkaupalista og óskalista og uppfært heimilisfangaskrá svo dæmi séu tekin. Undir einni kennitölu í netverslun getur verið einn greiðandi en margir notendur sem dreift er til, sem hentar vel fyrir til dæmis sveitarfélög sem þurfa að kaupa inn fyrir skóla, leikskóla o.s.frv., eða fyrirtæki með margar starfsstöðvar.

Reynslumiklir sérfræðingar

Hjá Stórkaup starfar samhentur hópur fólks þar sem hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði. Við leggjum áherslu á fyrsta flokks meðhöndlun vara í hýsingu og dreifingu, skipulögð og öguð vinnubrögð alla leið til viðskiptavina okkar. Við erum með reynslumikla tæknimenn á þjónustuverkstæði okkar sem þjónusta öll tæki og búnað sem við seljum m.a. frá Nilfisk og Ecolab. Við erum einnig með reynslumikið starfsfólk á landsbyggðinni, auk þess sem sölufólk og ráðgjafar verða reglulega á ferðinni.

Sendum að sjálfsögðu hvert á land sem er.

Heimasíða: www.storkaup.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið