Frétt
Vanmerkt gulrótarkaka frá Brikk
Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir pistasíum við að neyta Brikk gulrótarköku sem fyrirtækið Brauð Útgerð ehf. framleiðir. Pistasíur eru ekki merktar í innihaldslýsingu á kökunum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs innkallað vöruna.
Innköllunin gildir fyrir allar vörur með dagsetningu til og með 21.01.2022
- Vöruheiti: Gulrótarkaka
- Geymsluþol: Síðasti notkunardagur
- Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
- Framleiðandi: Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Nettó (Mjódd, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Granda, Grindavík, Selfossi, Salavegi, Búðakór), Iceland Hafnarfirði, Hagkaup (Skeifan, Garðabær, Spöng, Smáralind, Kringla, Seltjarnarnes) og verslanir Krónunar (Lindir, Bíldshöfða, Selfossi, Mosfellsbæ, Granda, Grafarholti, Vallakór, Akrabraut, Fitjar, Flatahraun).
Mynd: mast.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni