Pistlar
Mestar hömlur hafa verið settar á veitingageirann vegna sóttvarnaraðgerða
Mig langaði að upplýsa ykkur um stöðu mála og hvaða vinnu SVEIT hefur lagt til varðandi hagsmunagæslu fyrirtækja á veitingamarkaði sem af er árinu. Árið er vissulega nýbyrjað en morgunljóst er að engan tíma má missa þegar kemur að útfærslu sérúrræða til að bæta upp tekjutap og koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun sem beinlínis má rekja til sóttvarnaraðgerða.
Undanfarna daga hefur SVEIT fundað með ferðamála- viðskipta og menningarmálaráðherra, efnahags- og fjármálaráðherra auk forsætisráðherra. Á þeim fundum höfum við fengið tækifæri til að útskýra þá grafalvarlegu stöðu sem fyrirtæki á veitingamarkaði finna sig í og höfum m.a. farið yfir skuldasöfnun, tekjutap og reynslu rekstraraðila af þeim úrræðum sem áður hafa staðist til boða.
SVEIT hefur lagt áherslu á að skilyrði úrræða hafa ekki verið hentug fyrir veitingarekstur og úrræði því ekki nýst eins og til var ætlast t.d. 40% tekjutap og rekstrargrundvöllur fyrirtækja m.t.t. skerðingar á opnunartíma og fjöldatakmarkanna hafa einfaldlega ekki átt við. Einnig hefur ímynd og aðdráttarafl veitingareksturs beðið mikinn skaða vegna takmarkanna og orðræðu ráðamanna. Án haldbærra sannanna þess efnis að líklegra sé að smit breiðist út á veitingastöðum frekar en á öðrum vettvangi þar sem fólk kemur saman.
Kominn er tími á sérúrræði fyrir Veitingageirann
Þar sem veitingageirinn hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna sóttvarnaraðgerða og er líklega sú grein sem mestar hömlur hafa verið settar á vegna sóttvarnaraðgerða og úrræði stjórnvalda ekki náð tilskyldum árangri þá er óumdeilanlegt að kominn er tími á sérúrræði fyrir Veitingageirann. Úrræði í takt við aðstoð sem t.d. ferðaþjónusta og byggingaiðnaðurinn hafa fengið í farsóttinni. SVEIT hefur fengið jákvæð viðbrögð þess efnis frá ráðherrum og hafa þeir sýnt ástandinu skilning og gera sér grein fyrir að sértækra aðgerða sé þörf fyrir veitingageirann.
Stefnan er að úrræði verði reiðubúin til samþykktar 17. janúar nk. þegar Alþingi kemur aftur saman og mun SVEIT funda með efnahags- og fjármálaráðherra áður en þau úrræði verða kynnt Alþingi. Því miður get ég ekki staðfest að svo stöddu með hvaða hætti úrræði verða útfærð en vonandi get ég staðfest það í vikulok. En ég get sagt ykkur að sérstaklega hefur verið þrýst á frestun staðgreiðslu sem greiða á í janúar, sem er ekki boðlegt í þessu ástandi og í þokkabót er fordæmi fyrir slíkri frestun.
Tjónið er ekki eingöngu fjárhagslegt
Það sjá allir sem vilja að veitingamenn mega engan tíma missa og það er óásættanlegt að það taki eins langan tíma og raun ber vitni að koma til móts við þann þunga kostnað sem rekja má beint til aðgerða stjórnvalda, hvort hann sé opinber, fastur eða breytilegur. SVEIT hefur einnig bent ráðamönnum á að tjónið er ekki eingöngu fjárhagslegt heldur einnig líkamlegt og andlegt þar sem gríðarleg vinna og andlegt álag felst í því að vinna í þeim markaðsaðstæðum okkur er boðið upp á.
Langtímasýn og fyrirsjáanleiki er á meðal okkar krafna, þrátt fyrir óútreiknanleika farsóttarinnar er hægt að veita stöðugleika í formi viðeigandi aðgerðaráætlunar og úrræða fyrir rekstraaðila sem eru í viðkvæmri stöðu þegar kemur að fjöldatakmörkunum og skertum opnunartíma. Því verður einfaldlega að vera hægt að grípa til úrræða um leið og sóttvarnaraðgerðir eru settar á eða hertar.
Vissulega er sá milljarður sem eyrnamerktur var í fjárlögum til sérúrræða í veitingageiranum ekki nálægt þeirri upphæð sem raunverulega þarf. En bæði á fundi okkar við efnahags- og fjármálaráðherra og á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur verið opnað fyrir auknu fjármagni ef þörf er á, sem verður að teljast mjög jákvæðar fréttir.
Framtíð veitingageirans
Næstu dagar eru afskaplega mikilvægir í hagsmunabaráttu okkar og verulega mikið er undir. Við getum með sanni sagt að það sé enginn annar né sterkari málsvari hagsmuna veitingageirans en SVEIT. Á þeim stutta tíma frá því við hófum markvissa baráttu höfum við náð áheyrn ráðherra, forsætisráðherra og fengið milljarð tryggða í fjárlögum, treystið því að við erum hvergi nærri hætt og vill ég árétta að þeim fleiri aðilar sem skrá sig í SVEIT þeim marvissari verður hagsmunabarátta okkar. Ekki veitir af þar sem kjarasamningar eru lausir á árinu og gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð veitingageirans að við fáum sæti á því samningsborði.
Að lokum vill ég benda á að þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum eða vilja skrá sig í SVEIT hafið þá beint samband við mig : [email protected]
Góðar stundir!
Virðingarfyllst fyrir hönd SVEIT, Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024