Frétt
Danól innkallar hrökkbrauð og kex
Danól, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Hrökkbrauð – Jurtir & sjávarsalt og Crunchy Crackers – Herbs & Sea Salt frá Sigdal Bakeri.
Ástæða innköllunar er að varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á jurtablöndu (blóðberg/óreganó) sem síðan var notuð við framleiðslu á vörunum. Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.
Hver er hættan?
Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Sigdal Bakeri
- Vöruheiti: Hrökkbrauð – Jurtir & sjávarsalt
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: Milli 06.01.2022 og 18.02.2022 og milli 26.03.2022 og 18.07.2022
- Strikamerki: 7071848004492
- Framleiðandi: Bakeverket AS
- Framleiðsluland: Noregur
- Vörumerki: Sigdal Bakeri
- Vöruheiti: Crunchy Crackers – Herbs & Sea Salt
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: Milli 06.01.2022 og 18.02.2022 og milli 26.03.2022 og 18.07.2022
- Strikamerki: 7071848025077
- Framleiðandi: Bakeverket AS
- Dreifing: Verslanir um land allt
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreind matvæli eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í þeirri verslun sem þau voru keypt í gegn endurgreiðslu eða skiptum á samskonar vöru.
Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes