Viðtöl, örfréttir & frumraun
Anton Mosimann leggur svuntuna á hilluna – Mosimann: „Ég get eiginlega ekki farið á eftirlaun…“
Í desember mun svissneski og margverðlaunaði matreiðslumaðurinn Anton Mosimann hætta í eldhúsinu á einkaklúbbi sínum í Belgravia og mun láta syni sína Philipp og Mark taka við.
74 ára gamall hefur Anton eytt næstum sextíu árum í eldhúsinu, en hann hefur verið útnefndur yfirmatreiðslumaður í Dorchester þá aðeins 28 ára gamall og jafnframt sá yngsti til að ná þeim árangri. Fengið tvær Michelin stjörnur og eldað fyrir fjórar kynslóðir kóngafólks, þar á meðal viðburði eins og Demantahátíð drottningarinnar. Hefur séð um brúðkaup hertoganna og hertogaynjunnar af Cambridge og séð um morgunverði hertogans og hertogaynjunnar af Sussex með Clare Smyth.
Matargerðarstíll Mosimann er „cuisine naturelle,“ þar sem hann leggur áherslu á heilbrigt og náttúrulegt hráefni og forðast að bæta við fitu og áfengi, sem þýðir að áherslan er fókuseruð á bragðið í hráefninu.
Árið 1985 gaf hann út samnefnda matreiðslubók, „Cuisine Naturelle“.
Mosimann sagði í samtali við The Times að þrátt fyrir að hann hætti störfum í London, þá mun hann halda áfram að vinna á matreiðslu-akademíunni í Geneva.
„Ég get eiginlega ekki farið á eftirlaun,“ sagði hann. „Það er eitt orð sem ég hef aldrei verið góður í að segja, og það er „nei“.“
Myndir: mosimann.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti