Frétt
Mansal hjá vínræktendum

Mynd frá aðgerðum lögreglu
Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.
Algengur er sá misskilningur að mansal taki eingöngu til kvenna og að hugtakið feli einungis í sér kynlífsþrælkun. Svo er ekki. Mansal er mun víðtækara hugtak og tekur jafnt til karla sem kvenna. Mansali hefur verið lýst sem „þrælahaldi án hlekkja“.
Nú nýlega gerði evrópulögreglan Europol samræmda aðgerð víðsvegar um Evrópu gegn mansali hjá vínræktendum, en tæplega 2050 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum.
Löggæsluyfirvöld í hverju landi, þ.e. í Búlgaríu, Kýpur, Finnlandi, Ítalíu, Lettlandi, Hollandi og á Spáni framkvæmdu eftirlit á vinnustöðum hjá vínræktendum þar sem fókuserað var að vinnuaðstæðum starfsmanna.
Í aðgerðunum voru 12 handteknir, 8 í Frakklandi og 4 á Spáni. 54 grunaðir um mansal, eða 27 í Frakklandi, 21 á Ítalíu, 2 í Lettlandi, 4 á Spáni.
269 manns voru fórnarlömb, þar af 81 vegna mansals, 17 á Kýpur, 91 í Frakklandi, 134 á Ítalíu, 24 á Spáni og 3 í Lettlandi.
Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.
Hér er um að ræða vel heppnaða aðgerð sem skilaði um 5 milljónum evra í skaðabætur fyrir fórnarlömb og yfirvöld.
Myndir: europa.eu

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata