Markaðurinn
Síríus kannan 2021 komin í verslanir
Eins og farfuglarnir á vorin kemur Síríus kannan á haustin og nú er kanna ársins 2021 fáanleg í verslunum. Kannan kemur í fjórum fallegum litum og er fullkomin fyrir heita súkkulaðið í vetur.
„Þegar könnurnar komu fyrst á markað árið 2014 held ég að ekkert okkar hafi grunað að það yrði upphafið að þessari skemmtilegu hefð sem nú hefur myndast fyrir könnunum,“
segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa Síríus. Aðspurð segist Silja vita af fjölda fólks sem leggi mikið kapp á að eignast allar útgáfur af könnunni, enda mikið lagt í þær.
„Okkur þykir mjög vænt um þessa hefð og því er mikill metnaður lagður í það ár hvert að finna nýja og skemmtilega hönnun sem hentar vel undir heita súkkulaðið og sómir sér jafnframt vel í eldhúsum landsmanna.“
Síríus suðusúkkulaði hefur verið uppáhald íslensku þjóðarinnar síðan 1933. Öll þekkjum við þetta klassíska en uppskriftin að því hefur verið óbreytt frá upphafi. Nýjungar líta þó reglulega dagsins ljós og nú fæst suðusúkkulaðið líka með myntubragði, appelsínubragði, karamellu og salti og 70% dökkt.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur