Frétt
Breyting á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hefur tekið gildi
Reglugerð sem breytir reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016, hefur tekið gildi. Reglugerðin byggir á umbótartillögum Efnahags og framfarastofnunarinnar, OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development), sem gerði 121 tillögu til breytinga á laga- og reglugerðarákvæðum í ferðatengdri þjónustu, í skýrslu stofnunarinnar um samkeppnismat íslenskrar ferðaþjónustu og byggingariðnaðar, sem birt var hinn 10. nóvember 2020.
Breytingarnar fela meðal annars í sér afnám úreltra og nákvæmra forskriftarákvæða, svo sem um skyldu um að gestir hafi aðgang að síma, tiltekinn handklæðafjölda, lesljós, bréfakörfu o.fl. Þær fela einnig í sér afnám staðla vegna gististarfsemi, sem og brottfall ákvæða er varða kröfur til opinberra gæðaúttekta vegna stjörnumerkinga eða annarra merkinga sem gefa til kynna gæðaflokkun gististaða. Aðrar breytingar snúa meðal annars að styttingu málsmeðferðartíma vegna umsókna tækifærisleyfa á grundvelli laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.
Með breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, sem og lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015, var stigið mikilvægt skref í að efla viðspyrnu hagkerfisins, stuðla að einfaldara regluverki, aukinni framleiðni og fjölgun starfa, en í ljósi efnahagssamdráttar, sem hefur komið illa niður á starfsskilyrðum ferðaþjónustu, má fullyrða að tillögur OECD séu sérstaklega mikilvægar. Breytingarnar fólu meðal annars í sér lækkun á aldursskilyrði rekstrarleyfishafa vegna veitinga- og gististaða, sem og styttingu á málsmeðferðartíma vegna útgáfu tækifærisleyfa.
Þá var gerð breyting á gjaldi vegna rekstrarleyfis veitinga- og gististaða sem heimila sölu áfengis, ásamt afnám skilyrðis um að starfsstöð ökutækjaleigu skuli vera opin almenningi. Samþykkt laganna var þó einungis einn liður í áframhaldandi vinnu við að bæta rekstrarskilyrði íslenskrar ferðaþjónustu, sem haldið er áfram m.a. með gildistöku þessarar reglugerðar.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó