Smári Valtýr Sæbjörnsson
K-bar verður nú bæði kaffihús og veitingastaður
Eigendur K-bar fengu heimsókn frá bóndanum sem býr til kaffið sem verður á boðstólum hjá þeim. „Hann heitir Luis Velez,“ segir Ólafur Örn Ólafsson á K-bar í samtali við fréttablaðið.
Metnaður Luis Velez í lífinu er að búa til besta kaffið í heiminum. Hann er nýfarinn að rista kaffið heima hjá sér. Leiðin af akrinum styttist töluvert við það. Við flytjum það inn beint hingað í lofttæmdum umbúðum, þannig að það skilar sér til okkar í sama ástandi og það var í fyrir mánuði í Kólumbíu. Við viljum halda því fram að varan sé ferskari fyrir vikið.
Í næstu viku verður K-bar opnaður fyrr á morgnana og þá verður boðið upp á þetta kólumbíska kaffi. Hingað til hefur K-bar fyrst og fremst verið veitingastaður en verður nú bæði kaffihús og veitingastaður, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: Aðsend
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






