Viðtöl, örfréttir & frumraun
La Primavera í Hörpu
„Ég segi það alltaf að La Primavera sé 25 ára þótt á ýmsu hafi gengið frá því að við opnuðum í Austurstrætinu árið 1996,“
segir Leifur Kolbeinsson veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.
La Primavera verður staðsett á fjórðu hæð Hörpu.
Nú standa yfir viðamiklar breytingar á hinu magnaða rými sem hýst hefur veitingastaðinn Kolabrautina frá árinu 2011, þ.e. frá því að nýja tónlistar- og ráðstefnuhöllin opnaði dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn.
Leifur hefur ásamt sínu fólki tekið ákvörðun um að nú verði settur punktur aftan við sögu Kolabrautarinnar og að þess í stað færi La Primavera út kvíarnar en þann stað endurvakti hann eftir nokkurra ára hlé í Marshallhúsinu á Granda.
„Þar byrjuðum við með veitingastað sem var kenndur við húsið sjálft. Svo ákváðum við að standa fyrir þriggja mánaða pop-up veitingastað SOE sem Viktoría Elíasdóttir rekur í Berlín (staðurinn er kenndur við listastúdíó bróður hennar, Ólafs Elíassonar).
Það gekk svo ljómandi vel að ég ákvað að efna til þriggja mánaða pop-up-viðburðar með La Primavera og þannig hefur það haldið áfram frá 2018,“
segir Leifur og brosir í kampinn.
„Spennandi tímar framundan. La Primavera verður nú á tveimur stöðum, í Marshall húsinu og Hörpu.“
Skrifar La Primavera á facebook.
Viðtalið við Leif má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Myndir: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana