Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þrír veitingastaðir á sömu þúfunni

Jimmy Wallster, Sólrún Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette reka þrjá veitingastaði á sömu þúfunni á Siglufirði og láta vel af
Hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette tóku við þremur veitingastöðum á Siglufirði snemma árs 2018. Siglufjarðarlífið kom óvænt upp í hendurnar á þeim eftir að þau höfðu selt íbúð sína í Reykjavík og ákveðið að hefja eigin rekstur.
„Þá heyrði maður að nafni Róbert Guðfinnsson af ákvörðun okkar. Hann hringir í Bjarna og biður hann að fresta öllum ákvörðunum og í það minnsta koma og skoða hvað hann hefði upp á að bjóða hér fyrir norðan. Eins og Róbert sagði þá yrði það í það minnsta góð helgarferð. Við tókum því boði og lögðum af stað samdægurs á fimmtudegi,“
segir Halldóra í skemmtilegu viðtali við mbl.is sem lesa má nánar hér.
Halldóru og Bjarna leist gríðarlega vel á boð Róberts um að taka við stöðunum og fengu þau vinahjón sín, þau Sólrúnu Guðjónsdóttur og Jimmy Wallster, til liðs við sig.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





