Viðtöl, örfréttir & frumraun
Michelin-kokkurinn Gunnar Karl í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpinu Máltíð
Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni.
Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York.
Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir.
Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.
Þáttinn er hægt að hlusta á í spilaranum hér að neðan:
Mynd: Instagram / Máltíð hlaðvarp

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars