Frétt
Skordýr í kjúklingabaunum – Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Skordýr fundust í Sólgæti kjúklingabaunum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. vegna þess að skordýr fundust í vörunni. Heilsa sem flytur inn vöruna innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Kjúklingabaunir
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi af The Health Store fyrir Heilsu ehf.
- Upprunaland: Tyrkland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Nettó
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila.
Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Ora
- Vöruheiti: Mexíkósk súpa
- Strikamerki: 5 690519 222502
- Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
- Dreifing: Verslanir um land allt
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Samsett mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana