Frétt
Skordýr í kjúklingabaunum – Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Skordýr fundust í Sólgæti kjúklingabaunum
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. vegna þess að skordýr fundust í vörunni. Heilsa sem flytur inn vöruna innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Kjúklingabaunir
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi af The Health Store fyrir Heilsu ehf.
- Upprunaland: Tyrkland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Nettó
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga/skila.
Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Ora
- Vöruheiti: Mexíkósk súpa
- Strikamerki: 5 690519 222502
- Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
- Dreifing: Verslanir um land allt
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Samsett mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






