Uppskriftir
Carbonara að hætti Hrefnu Sætran
Ég geri Carbonara á tvo vegu en aldrei þó með rjóma. Það er stranglega bannað. Önnur útgáfan er smá spicy og aðeins þyngri en þessi sem ég ætla deila með ykkur í dag.
Ég set sítrónubörk og sveppi í þessa týpu sem gjörbreytir alveg réttinum. Í Carbonara eru fá hráefni svo gæðin skipta miklu máli ef takast á vel til.
Hér kemur uppskriftin og hún ætti að duga fyrir 4. Lofa samt engu því það er mjög auðvelt að borða yfir sig af þessu.
500 g Sgambaro spaghettí
Olía til að steikja upp úr
1 pakki beikon
2 stk portobello sveppir
1 stk hvítur laukur
3 hvítlauksrif
150 g rifinn parmesan ostur (má vera meira)
Salt og pipar
3 stk egg
1 stk sítróna
Aðferð:
Skerið beikonið í bita. Hellið vel af olíu á pönnu og kveikið undir á miðlungs hita. Setjið beikonið út í olíuna og leyfið því að eldast í olíunni í góða stund. Þannig verður það súper stökkt. Veiðið það upp úr olíunni og setjið á pappír.
Hækkið svo undir olíunni, skerið sveppina í bita og steikið upp úr olíunni. Veiðið sveppina líka upp úr og setjið á pappír.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið upp úr olíu. Bætið svo beikoninu, sveppunum og spagettíinu út í pottinn ásamt smá pastavatni og hrærið vel saman. Kryddið með salti og vel af pipar.
Verið með eggin tilbúin brotin og hrærð í skál og bætið þeim út í pottinn og hrærið vel saman. Eggin munu eldast við hitann af pasta-inu svo það er mikilvægt að hafa hröð handtök hér svo þau nái að umlykja pastað.. Skellið svo parmesan ostinum út í ásamt rifnum sítrónuberki og jafnvel smá sítrónusafa eftir smekk.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið19 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu













