Viðtöl, örfréttir & frumraun
Agnar ráðinn yfirkokkur Moss Restaurant – Hver er Agnar Sverrisson?
Agnar Sverrisson matreiðslumaður hefur verið ráðinn sem yfirkokkur á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu. Undanfarin ár hefur Agnar starfað sem ráðgjafi í veitingadeild Bláa Lónsins við góðan orðstír.
„Við gætum ekki verið meira stoltari af því að hafa hann aftur á Íslandi hjá okkur, og hlökkum til að upplifa matreiðslu hæfileika hans.“
segir í tilkynningu.
Um Agnar Sverrisson
Hér er aðeins stiklað á stóru. Agnar Sverrisson var eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture við Portman Square í London, en Texture var lokað 18. mars 2020 vegna kórónufaraldursins. Texture var margsinnis valinn einn af betri veitingastöðum borgarinnar.
Agnar var einnig eigandi að veitinga- og vínstaðanna 28°-50° sem voru þá á þremur stöðum í London, en hann seldi sinn hlut til samstarfsfélaga sinn Xavier árið 2015. Agnar var eigandi að skyndibitastaðnum Dirty Burgers & Ribs sem opnaður var árið 2014 við Miklabraut.
Þeir sem höfðu mest áhrif á Agnar á námstímanum voru þeir Ragnar Wessmann, Magnús Héðinsson og Reynir Magnússon matreiðslumenn á Sögu. Að ógleymdum Auðunni Sólberg Valssyni sem var þjálfari þeirra Brynjúlfs Halldórssonar og Agnars Sverrissonar í Norræna nemakeppninni árið 1996, en þar lentu þeir í 1. sæti.
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera matreiðslumaður og byggja upp gott orðspor, en Agnar vann m.a. á pöbb ofarlega við Thames ána í London, en vann á mánudögum á Petrus hjá Gordon Ramsay. Enn stóð hann með ferðatösku, enga vinnu og ekkert húsnæði. Hákon Már Örvarsson bauð honum starf hjá Leu Linster í Luxemborg og var þar í ár. Agnar átti svo að taka við yfirkokksstöðu á nýjum stað sem Lea var að setja á fót.
„Ég fór í jólafrí til Íslands og á Þorláksmessu fékk ég símtal frá Leu þar sem hún sagði að yrði ekki af þessum stað. Ég var því enn og aftur í lausu lofti.“
sagði Agnar í samtali við veitingageirinn.is.
Atvinnumiðlun í London hafði síðan samband við Agnar um laust starf sem sous chef á veitingastað í Oxford sem fyrrverandi yfirkokkur á Manoir var eigandi af. Agnar var þá á Íslandi og voru fjölskylda og vinir kvaddir með góðu partíi og næst var förinni haldið til London.
Daginn eftir að Agnar er kominn út, þá er hringt og tilkynnt að staðurinn sé farinn á hausinn og ekkert verði af ráðningu. Á endanum bauðst Agnari starf á Manoir aux Quat’Saisons sem jr. sous chef. Ferillinn hefur legið upp á við síðan.
Mynd: Moss restaurant

-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards