Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Agnar ráðinn yfirkokkur Moss Restaurant – Hver er Agnar Sverrisson?

Birting:

þann

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson matreiðslumaður hefur verið ráðinn sem yfirkokkur á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu. Undanfarin ár hefur Agnar starfað sem ráðgjafi í veitingadeild Bláa Lónsins við góðan orðstír.

„Við gætum ekki verið meira stoltari af því að hafa hann aftur á Íslandi hjá okkur, og hlökkum til að upplifa matreiðslu hæfileika hans.“

segir í tilkynningu.

Um Agnar Sverrisson

Hér er aðeins stiklað á stóru.  Agnar Sverrisson var eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture við Portman Square í London, en Texture var lokað 18. mars 2020 vegna kórónufaraldursins. Texture var margsinnis valinn einn af betri veitingastöðum borgarinnar.

Agnar var einnig eigandi að veitinga- og vínstaðanna 28°-50° sem voru þá á þremur stöðum í London, en hann seldi sinn hlut til samstarfsfélaga sinn Xavier árið 2015. Agnar var eigandi að skyndibitastaðnum Dirty Burgers & Ribs sem opnaður var árið 2014 við Miklabraut.

Þeir sem höfðu mest áhrif á Agnar á námstímanum voru þeir Ragnar Wessmann, Magnús Héðinsson og Reynir Magnússon matreiðslumenn á Sögu. Að ógleymdum Auðunni Sólberg Valssyni sem var þjálfari þeirra Brynjúlfs Halldórssonar og Agnars Sverrissonar í Norræna nemakeppninni árið 1996, en þar lentu þeir í 1. sæti.

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera matreiðslumaður og byggja upp gott orðspor, en Agnar vann m.a. á pöbb ofarlega við Thames ána í London, en vann á mánudögum á Petrus hjá Gordon Ramsay. Enn stóð hann með ferðatösku, enga vinnu og ekkert húsnæði. Hákon Már Örvarsson bauð honum starf hjá Leu Linster í Luxemborg og var þar í ár. Agnar átti svo að taka við yfirkokksstöðu á nýjum stað sem Lea var að setja á fót.

„Ég fór í jólafrí til Íslands og á Þorláksmessu fékk ég símtal frá Leu þar sem hún sagði að yrði ekki af þessum stað. Ég var því enn og aftur í lausu lofti.“

sagði Agnar í samtali við veitingageirinn.is.

Atvinnumiðlun í London hafði síðan samband við Agnar um laust starf sem sous chef á veitingastað í Oxford sem fyrrverandi yfirkokkur á Manoir var eigandi af. Agnar var þá á Íslandi og voru fjölskylda og vinir kvaddir með góðu partíi og næst var förinni haldið til London.

Daginn eftir að Agnar er kominn út, þá er hringt og tilkynnt að staðurinn sé farinn á hausinn og ekkert verði af ráðningu. Á endanum bauðst Agnari starf á Manoir aux Quat’Saisons sem jr. sous chef. Ferillinn hefur legið upp á við síðan.

Fleiri fréttir af Agnari hér.

Mynd: Moss restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið