Vertu memm

Markaðurinn

Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra

Birting:

þann

Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra

Vinsældir og úrval stóreldhúsavara TORO hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og nú er einnig hægt að panta þær hjá Garra. Í yfir 60 ár hefur TORO sérhæft sig í ljúffengum súpum úr hágæða frostþurrkuðu hráefni.

Fljótlega bættust við sósur og pottréttir bæði fyrir neytendasvið og stóreldhúsasvið og nú framleiðir TORO einnig krafta og jurtir í olíu.

 Hér má sjá yfirlit yfir helstu stóreldhúsavörur TORO.

Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra

Áhersla á gæða hráefni

John Lindsay heildsala hefur haft umboð fyrir TORO vörurnar hér á landi í meira en hálfa öld og tóku Íslendingar strax ástfóstri við þessar vönduðu norsku vörur. Á síðustu áratugum hefur orðið mikil vöruþróun hjá TORO en margar klassískar vöru eiga sér fastan sess hjá neytendum.

Vörurnar frá TORO innihalda enga pálmaolíu, ekkert MSG og flestar eru án rotvarnarefna, en vegna frostþurrkunar er líftíminn langur. Miðað við sambærilegar vörur innihalda TORO vörurnar lítið salt.

Sjálfbærni og lágt kolefnisspor

TORO gerir fyrirtækjum og stofnunum auðveldara fyrir að velja vörur með lágt kolefnisspor. Árið 2019 hóf TORO samstarf við sænsku rannsóknastofnunina RISE til að mæla kolefnisspor allra vara TORO. Hafi varan lágt kolefnisspor (samkvæmt viðmiðum Sameinuðu þjóðanna – s.s. undir 0,8 kg CO2e, fær hún jarðarmerkið.

Við útreikning er miðað við innihald, flutninga, umbúðir og allt ferlið í framleiðslunni. Kostir frostþurrkunar eru ótvíræðir til að halda kolefnisspori í lágmarki, t.d. ekkert óþarfa vatn í flutningum, hráefnum safnað á uppskerutíma, langur líftími og minni matarsóun.

Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið