Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkarnir og kolefnisfótsporið – Landsfrægir matreiðslumeistarar á Zoom fundi

Birting:

þann

Kokkur - Matreiðslumaður

Slow food Reykjavík, hefur opnar pallborðsumræður um ábyrgð matreiðslumanna í loftslagsmálum. Kolefnisspor matvælaframleiðslu er gríðarþungt og er það mikilvægur póstur til að draga saman losun.

Hvert og eitt okkar getur gert margt, en kokkar og matreiðslumenn sem elda fyrir fjölda manns á hverjum degi geta gert meira, er fram kemur í facebook viðburði hjá Slow food Reykjavík.

Til þess að ræða þessi mál eru:

Sævar Helgi Bragason, sem gerði hina frábæru þættina: Hvað höfum við gert?, og hefur sérfræðiþekkingu á loftslagsmálum.

Dominique Plédel Jónsson sem hefur verið kyndilberi Slow food hugsjónarinnar hér á landi um árabil.

Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu, sem hefur þróað kolefnisreikni fyrir máltíðir, Matarspor

Kokkarnir

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og eigandi Slippsins í Vestmanneyjum.

Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari í Seðlabankanum.

Gunnar Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi Mathússins Bjargarsteins í Grundarfirði.

Kristín Birta Ólafsdóttir, nýútskrifaður matreiðslumaður.

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari stýri umræðum, formaður Slow food Reykajvík og hefur mikið unnið í matarsóunarmálum.

Viðburðinum verður streymt á fésbókarsíðu Slow food Reykjavík á morgun Fimmtud. 21. janúar kl 16 – 17.30.

Áhorfendum gefst kostur á að senda inn spurningar og athugasemdir.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið