Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkarnir og kolefnisfótsporið – Landsfrægir matreiðslumeistarar á Zoom fundi
Slow food Reykjavík, hefur opnar pallborðsumræður um ábyrgð matreiðslumanna í loftslagsmálum. Kolefnisspor matvælaframleiðslu er gríðarþungt og er það mikilvægur póstur til að draga saman losun.
Hvert og eitt okkar getur gert margt, en kokkar og matreiðslumenn sem elda fyrir fjölda manns á hverjum degi geta gert meira, er fram kemur í facebook viðburði hjá Slow food Reykjavík.
Til þess að ræða þessi mál eru:
Sævar Helgi Bragason, sem gerði hina frábæru þættina: Hvað höfum við gert?, og hefur sérfræðiþekkingu á loftslagsmálum.
Dominique Plédel Jónsson sem hefur verið kyndilberi Slow food hugsjónarinnar hér á landi um árabil.
Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu, sem hefur þróað kolefnisreikni fyrir máltíðir, Matarspor
Kokkarnir
Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og eigandi Slippsins í Vestmanneyjum.
Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari í Seðlabankanum.
Gunnar Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi Mathússins Bjargarsteins í Grundarfirði.
Kristín Birta Ólafsdóttir, nýútskrifaður matreiðslumaður.
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari stýri umræðum, formaður Slow food Reykajvík og hefur mikið unnið í matarsóunarmálum.
Viðburðinum verður streymt á fésbókarsíðu Slow food Reykjavík á morgun Fimmtud. 21. janúar kl 16 – 17.30.
Áhorfendum gefst kostur á að senda inn spurningar og athugasemdir.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla