Frétt
Gidistími ferðagjafarinnar framlengdur um fimm mánuði
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn frumvarp um framlengingu á lögum um ferðagjöf, nr. 54/2020. Með breytingunni verður gildistími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýttar eða ekki nýttar til fulls framlengdur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði.
Einstaklingar með íslenska kennitölu og skráð lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr, fengu Ferðagjöf að andvirði 5000 kr. í júní. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Hér má kynna sér hvernig hægt er að sækja og nýta ferðagjöfina.
Ferðagjöfin hafði gildistíma til áramóta, en með því að framlengja gildistímann má nýta þegar ætlað fjármagn til að veita ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis frekari viðspyrnu yfir vetrartímann og fram á vor 2021. Með því er einnig brugðist við þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna samkomubanns og lokanna undanfarna vikur og mánuði.
175 þúsund einstaklingar hafa þegar sótt ferðagjöfina, af um 280 þúsund sem hafa fengið hana útgefna. Af þeim hafa um 125 þúsund einstaklingar þegar nýtt sér ferðagjöfina. Tæplega fimmtíu þúsund ferðagjafir hafa enn ekki verið nýttar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala