Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Nýir eigendur Kaffivagnsins

Birting:

þann

Kaffivagninn

Nú nýverið urðu eigandaskipti á Kaffivagninum og eru nýir eigendur Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari, sem hefur komið víða við á sínum ferli og konan hans Mjöll Daníelsdóttir.

En bræður hans eru Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistari Icelandair Group á Íslandi og Einar Viðarsson bakarameistari sem er einn af eigendum Wilson´s pizzur, þannig að þetta er mikil matarfjölskylda.

Við félagarnir ákváðum að líta á hann, eitt hádegið nú í vikunni og fer hér saga af því sem við upplifðum.

Við fengum okkur súpu dagsins sem þennan dag var Blómkálssúpa

Við fengum okkur súpu dagsins sem þennan dag var Blómkálssúpa

Smakkaðist hún mjög vel og gott brauð með og að sjálfsögðu smjör.

Svo kom steikt rauðspretta með rækjum og bearnaisesósu borið fram í pönnu með soðnum kartöflum í hýði og agúrkusalati.

Svo kom steikt rauðspretta með rækjum og bearnaisesósu borið fram í pönnu með soðnum kartöflum í hýði og agúrkusalati.

Svakalega fín eldun á fiskinum og samsetning alveg upp á 10.

Og líka pönnusteiktur þorskhnakki í pönnu með lauk og gulrótum, soðnum kartöflum með hýði og agúrkusalati

Og líka pönnusteiktur þorskhnakki í pönnu með lauk og gulrótum, soðnum kartöflum með hýði og agúrkusalati

Og ekki sló félagi Guðmundur feilnótu þar frekar en annars staðar, og var réttinum gerð skil.

Geir Hilmar Haarde kíkti m.a. í kaffi og með því

Geir Hilmar Haarde kíkti m.a. í kaffi og með því

Það var hörkutraffík þarna í hádeginu og hálfgerður þverskurður af þjóðfélaginu frá Jóa trillukarli upp í fyrverandi ráðherra og er það góðs viti því þá er viðskiptahópurinn að stækka en fyrverandi eigandi lagði ekki eins mikið upp úr matnum eins og Guðmundur gerir.

Einnig er á boðstólunum mjög fallegt smurbrauð, kökur og klassískt kaffibrauð.

Spilakassarnir eru farnir og tel ég það jákvæð aðgerð.

Óskum við á Veitingageiranum Guðmundi góðs gengis í Kaffivagninum.

Auglýsingapláss

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið