Vertu memm

Markaðurinn

Fulsur eru pulsur – Logi: „Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum…“ – MYNDIR

Birting:

þann

Fiskipylsa - Fulsur eru pulsur - Hafið Fiskverslun

Margt var um manninn í fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar

Í júní s.l. kom á markaðinn fiskipylsur, sem frumkvöðlarnir í Hafinu höfðu þróað. Fiskipylsurnar fengu nafnið Fulsur.

„Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum þó lítið sem engin vinna hefur farið í markaðssetningu á Fulsunum.  Stór fyrirtæki hafa sýnt áhuga bæði til endursölu eins og Fulsurnar koma frá okkur og framreiddar.“

Sagði Logi Brynjarsson matreiðslumeistari og framleiðslustjóri Hafsins í samtali við veitingageirinn.is. Hafið mun taka þátt í Lystahátíð frumkvöðla í haust.

Sjá einnig:

Lystahátíð matarfrumkvöðla

Fiskipylsa - Fulsur eru pulsur - Hafið Fiskverslun

Logi Brynjarsson afgreiðir hér Fulsu

Um Fylsurnar

Byrjað er á að útbúa bindifars með sér sérblönduðu kryddi og repju olíu sem er bundið saman við farsið til að gera pylsurnar silkimjúkar.

Að lokum er bætt í farsið hreinu þorsk-hakki fyrir ögn grófari áferð og stífri kókosfeiti til að pylsurnar séu eins safaríkar og hægt er.

Í pylsunum er einungis hreinn fiskur og íblöndunarefni unnið úr plönturíkinu, því hentugar fyrir þá sem kjósa að neyta ekki kjötmeti en einnig fyrir alla aðra.

Pylsurnar innihalda EKKI egg, hveiti eða mjólk en einu ofnæmisvaldar í pylsunum eru sinnep, sellerí og soja. Farsinu er síðan sprautað í kolagen garnir, léttreyktar og soðnar því þarf einungis að hita fyrir neyslu.

Sjá einnig:

Pylsur úr þorski – Logi: „…bragðaðist alveg dásamlega“

Myndir

Haldið var fulsupartí í Húsi sjávarklasans 16. júní s.l. þar sem Fulsurnar voru kynntar í fyrsta sinn fyrir almenning og var hann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sem fékk fyrstu Fulsuna og sagði að þær væru hreinlega æðislega góðar.

Með fylgja myndir frá fulsupartíinu:

Myndir: aðsendar

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið