Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni
Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni. Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.
„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“
segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Panorama mynd af útsýninu frá SkyBarnum.
Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala.
Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.

160 gr. nautahamborgari með cheddarosti, grilluðu chorizo, tómötum, pikkluðum lauk, káli og hamborgarasósu Smiðjunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum
Matseðill
Staðsetning
Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Kokkalandsliðið3 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
















