Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig á að heilsteikja strút? – Myndband

Birting:

þann

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Sonny Side, þáttastjórnandi youtube rásarinnar „Best Ever Food Review“ birti nú á dögunum myndband þar sem hann sýnir hvernig á að heilsteikja strút. Ekki er vitað um hvort að slík heilsteiking hafi verið gerð áður, en gjörningurinn fór fram í borginni Saigon í Víetnam.

Aðferðin og eldunin var langt ferli, en fyrst var strúturinn marineraður í 26 klukkustundir, en heildarþyngd á strútinum var 110 kíló.

Í marineringunni var rauðvín, vatn, salt, pipar, hvítlaukur og sykur. Því næst var strúturinn kryddaður með hvítlauk, basilikum, timjan, oregano og ýmsum kryddum.

Fuglinn var síðan reyktur í 2 tíma og var viðurinn Jackfruit notaður við reykinguna. Fuglinn var eldaður í 16 klukkustundir við lágan hita eða um 100°c.

Með strútinum var borið fram kornbrauð, coleslaw, kartöflumús og með sósu sem gerð var úr soðinu.

Á meðan eldunin stóð yfir á fuglinum, þá elduðu þeir strútsegg, skáru síðan í tvennt, tóku eggjarauðuna úr og bættu við hana mayó, pipar, salt, cayenne, paprikukrydd, súrar gúrkur og jalapeno, beikon og sprautað aftur ofan í strútseggið.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá allt ferlið, sjón er sögur ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið