Frétt
Íhuga lokun Íslendingahótels í Austurríki vegna afbókana
Guðvarður Gíslason hótel- og veitingamaður hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirunnar á rekstur hans, en hann rekur skíðahótelið Skihotel Speiereck í bænum St. Michael im Lungau í Austurríki og Gamla bíó hér heima á Íslandi.
Skíðahótelið keypti hann í desember síðastliðnum ásamt félögum sínum Árna Rúdólfi Rúdólfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni og sáu þeir fram á líf og fjör þar um páskana. Eins og staðan er núna er ólíklegt að svo verði.
Sjá einnig: Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
„Hótelið í Austurríki hefur verið þekkt fyrir að vera heimavöllur Íslendinga og það hafa verið afbókanir undanfarið. Ástæðan er nú ekki hræðsla við veiruna sem slíka, enda hefur ekki komið upp neitt tilfelli á því svæði og fullt að gera í brekkunum.
Það er meira það að fólk er ekki tilbúið að fara í viku til útlanda og lenda síðan í tveggja vikna stoppi, þá geturðu alveg farið í þriggja vikna frí í Karabíska hafinu,“
segir Guðvarður kíminn í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=126945598756144″ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn







