Uppskriftir
Fiskréttur að spænskum hætti
Nú höldum við veislu að hætti Spánverja. Þessi réttur er þekktur í Katalóníu og algengur á góðum veitingahúsum í Barcelona. Uppskriftin er fyrir tvo og í raun sannkölluð veisla, hæfileg fyrir ástfangin pör á öllum aldri á rómantísku kvöldi með kertaljósum og ljúfri tónlist eins hjá Harry Belafonte.
Nú, ef fleiri eru í mat, er bara að uppreikna uppskriftina og njóta saman. Hafa gaman saman.
Aðalréttur fyrir tvo.
Innihald:
- 2 hvítlauksrif
- 1 laukur
- ½ rauð paprika
- 1 ½ bolli af niðursoðnum tómótum í bitum
- hreinsaður smokkfiskur um 150g
- 1 lítið smálúðuflak, um 200g
- 10 risarækjur pillaðar og garnhreinsaðar
- 8 ferskar bláskeljar
- 1 tsk. þurrkað timían
- 1 tsk. reykt paprika
- ¼ tsk. saffran
- ½ tsk. sykur
- 4 dl fiskisoð
- ½ dl vatn
- 2 msk. möndluflögur
- 4 msk. extra virgin olífuolía
- Sjávarsalt
- Fersk steinselja
Aðferð:
- Merjið hvítlaukinn, saxið laukinn og paprikuna smátt, hreinsið smokkfiskinn og skerið í teninga og skiptið lúðuflakinu upp í 6 jafna bita.
- Hitið 3 msk. af ólífuolíu á góðri pönnu.
- Þegar olían er orðin heit er smá sjávarsalti stráð yfir og smokkfiskbitarnir steiktir í um 2 mínútur. Takið þá síðan af pönnunni og leggið til hliðar. Setjið laukinn á pönnuna og látið krauma í um 3 mínútur, bæti hvítlauknum út í og síðan paprikunni og látið krauma í 3 mínútur.
- Bætið timían, paprikudufti og smávegis sjávarsalti saman við og blandið vel saman. Bætið tómötunum næst út á pönnuna, smávegis af sykri og salti og hrærið öllu vel saman.
- Þegar tómatblandan hefur kraumað í 5 mínútur er fiskisoðinu og vatninu bætt út í og smávegis af saffrani. Lækkið hitann þegar suðan kemur upp.
- Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu, þar til þær fara að brúnast. Setjið þær síðan í mortél eða matvinnsluvél ásamt steinselju og maukið. Bætið 1 msk. af olíu út í. Hrærið vel saman og bætið út á pönnuna.
- Látið krauma í um 10 mínútur og bætið þá lúðubitunum út í ásamt smokkfiskinum, risrækjunni og bláskelinni og lokið pönnunni. Eftir um 5 mínútur ætti bláskelin að vera opnuð og fiskurinn soðinn.
- Stráið steinselju yfir og berið réttinn fram í pönnunni með góðu brauði.
Uppskrift þessi er frá audlindin.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni